
Danska súperstjarnan, söngkonan, lagasmiðurinn og gítarleikarinn Tina Dickow hefur haldið sig undir radarnum á Íslandi. Hér hefur hún búið í yfir tvö ár, án þess þó að leika tónleika.
Nú gefst einstakt tækifæri til að sjá og heyra Tinu á tónleikum, þar sem hún mun flytja sín helstu lög og frásagnargleðin fær að njóta sín. Fram koma ásamt Tinu Helgi Hrafn Jónsson og Dennis Ahlgren.