Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Ludwig van Beethoven - Sónötur og tilbrigði

$
0
0
Mynd

Sigurgeir Agnarsson sellóleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari flytja heildarverk Ludwigs van Beethoven fyrir selló og píanó, fimm sónötur og þrenn tilbrigði.

Beethoven varð fyrstur heldri tónskálda til að semja verk fyrir þessa hljóðfærasamsetningu þar sem hljóðfærunum tveimur er gert jafnhátt undir höfði. Þau eru því, ásamt sellósvítum Bachs, hornsteinar sellóbókmenntanna.  Verkin spanna öll þrjú tónsmíðatímabil Beethovens, allt frá fyrstu árum hans  í Vínarborg til þeirra síðustu. Þau endurspegla því í heild, líkt og sinfóníur hans, strengjakvartettar og píanósónötur, hugarástand tónskáldsins á hverjum tíma sem og tónsmíðaferli hans og helstu nýjungar.

Sigurgeir Agnarsson hefur lengi verið áberandi í íslensku tónlistarlífi. Hann hefur um árabil verið fastráðinn uppfærslumaður í sellódeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands og er listrænn stjórnandi Reykholtshátíðar. Anna Guðný Guðmundsdóttir er einn af fremstu píanóleikurum landsins og vinsæll meðleikari margra tónlistarmanna hér á landi. Anna Guðný hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjandi ársins árið 2009 og hlaut tilnefningu í ár í sama flokki.

Mánudagur 2. maí
Sónata op. 5 nr. 1
Tólf tilbrigði WoO 45 “Judas Maccabeus”
- Hlé -
Sónata op. 102 nr. 2

Þriðjudagur 3. maí
Sónata op. 5 nr. 2
- Hlé -
Tólf tilbrigði op. 66 “Ein Mädchen oder Weibchen”
Sónata op. 102. nr.1

Miðvikudagur 4. maí
Sjö tilbrigði WoO 46 “Bei Männern welche Liebe fühlen”
Sónata op. 69


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696