
Skáldleg Skemmtun
Kristján Hreinsson flytur eigin lög og ljóð.
Kristján Hreinsson, fagnar um þessar mundir, merkum áfanga í lífinu og af því tilefni mun hann halda tvenna tónleika í Salnum; 28. febrúar og 28. mars. Þar mun hann flytja eigin tónlist, segja gamansögur og krydda mál sitt með ódauðlegum vísum.
Hér er um það að ræða, að skáldið ætlar að fagna með vinum sínum ýmsu því sem hlýtur að teljast þakkarvert á lífsleiðinni. Reyndar hvílir mikil leynd yfir því sem er kannski helsta fagnaðarefni tónleikanna. En gestir munu fá njóta frásagnargleði skáldsins, sönglistar og hljóðfæraleiks. Kristján mun flytja lög og ljóð sem aldrei hafa áður verið flutt opinberlega.