Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Víkingur leikur Brahms - Gul - tónleikaröð

$
0
0
Mynd

Sinfóníuhjómsveit Íslands
Víkingur leikur Brahms

Það telst jafnan til tíðinda þegar Víkingur Heiðar leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Í þetta sinn tekst Víkingur á við 1. píanókonsert Brahms sem frumflutti konsertinn aðeins 26 ára gamall. Öll þrjú tónverkin á efnisskránni eiga það sameiginlegt að vera samin af ungum mönnum um tvítugt og að allir bjuggu þeir í lengri eða skemmri tíma í Vínarborg. Píanókonsert Brahms er hans fyrsta stóra hljómsveitarverk, eins konar sinfónía fyrir píanó og hljómsveit.

Georges Enescu samdi Rúmensku Rapsódíurnar tvær í París. Hann var aðeins nítján ára gamall þegar hann lauk við þá fyrri og er hún einkar glæsileg útfærsla á rúmenskum þjóðlögum og dansandi af gleði.

Franz Schubert fæddist í Vínarborg og bjó þar alla ævi. Hann samdi 6. sinfóníu sína á 21. aldursári, stuttu eftir að hann skrifaði sönglagið ódauðlega Til tónlistarinnar.

Rúmenski hljómsveitarstjórinn Christian Mandeal nam hljómsveitarstjórn hjá  Karajan í Berlín og Celibidache í  München. Hann er annálaður túlkandi rómantískrar tónlistar og hefur á glæstum ferli stjórnað mörgum af helstu hljómsveitum heims.

Johannes Brahms
Píanókonsert nr. 1
Georges Enescu 
Rúmensk Rapsódía nr. 1
Franz Peter Schubert
Sinfónía nr. 6
Christian Mandeal
hljómsveitarstjóri
Víkingur Heiðar Ólafsson
einleikari


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696