
Sinfóníuhjómsveit Íslands
Doctor Atomic
Áskell Másson samdi slagverkskonsert sinn árið 2000. Frumflutningur þessa mikla og krefjandi verks beið þó til ársloka 2012 þegar skoski slagverksleikarinn Colin Currie flutti hann með Fílharmóníuhljómsveitinni í Turku undir stjórn Petris Sakari. Currie er meðal fremstu slagverksleikara samtímans. Hann hefur unnið til fjölmargra verðlauna og er eftirsóttur einleikari.
Essay for orchestra heyrðist fyrst á tónleikum í New York undir stjórn Arturo Toscanini árið 1938. Verkið sem í dag er nefnt First Essay, til aðgreiningar frá samnefndum verkum Barbers, er ljóðrænt og persónulegt tónmál höfundar leynir sér ekki.
Óperan Doctor Atomic eftir bandaríska tónskáldið John Adams var frumflutt
í San Francisco óperunni árið 2005. Síðar útfærði Adams hluta verksins fyrir sinfóníuhljómsveit án söngvara og nefndi Doctor Atomic Symphony. Adams er handhafi Pulitzer-verðlaunanna.
Svissneski hljómsveitarstjórinn Baldur Brönnimann er Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur um árabil verið gestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Brönnimann starfar með mörgum þekktum hljómsveitum, m.a. fílharmóníuhljómsveitunum í Kaupmannahöfn, Osló og Helsinki og BBC Sinfóníuhljómsveitinni í Lundúnum.
Áskell Másson
Slagverkskonsert
Samuel Barber
First Essay
John Adams
Doctor Atomic Symphony
Baldur Brönnimann
hljómsveitarstjóri
Colin Currie
einleikari