Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Alþjóðlegt orgelsumar - Leo van Doeselaar leikur á Klais-orgelið

$
0
0

Alþjóðlegt orgelsumar, hinir vinsælu sumartónleikar í Hallgrímskirkju, standa frá 18. júní til 21. ágúst þetta árið. Einu sinni í viku heldur kammerkórinn frábæri, Schola cantorum, tónleika í hádeginu. Þrisvar í viku má njóta þess að hlusta á hæfileikaríka organista, suma á heimsmælikvarða, leika á hið magnaða Klais-orgel kirkjunnar. Organistarnir eru bæði íslenskir og erlendir, en erlendu gestirnir þetta árið eru frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Hollandi, Bretlandi, Frakklandi, Lettlandi og Þýskalandi.

Leo van Doeselaar, organisti við Royal Concertgebouw í Amsterdam og Martinikirkjuna í Groningen, er meðal eftirsóttustu orgelleikara Hollands. Hann lauk einleikaraprófi á orgel og píanó frá Tónlistarháskólanum í Amsterdam þar sem hann hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi orgelleik. Hann sérhæfði sig í franskri orgeltónlist undir leiðsögn André Isoir. Hann hefur leikið inn á  fjölda geisladiska og spanna útgáfur hans allt frá klassískum verkum í fjórhentum orgelútgáfum með Wyneke Jordans til leiks hans á sögufræg orgel.

Leo leikur með barokkhljómsveitinni Nederlands Bach Society og er einn af þátttakendum í háttskrifuðu myndbands- og upptökuverkefni sem kallast All of Bach. Á tónleikum sínum hér leikur Leo meðal annars hið stórskemmtilega verk Lærisveinn galdrameistarans eftir Dukas ásamt sígildum verkum J.S. Bachs og C. Francks og nýlegum verkum eftir þýsk og hollensk tónskáld.



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696