Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Amy Winehouse tribute - Tónleikar

$
0
0

Bryndís Ásmundsdóttir ásamt hljómsveit mun taka fyrir vinsælustu lög goðsagnarinnar Amy Winehose í Gamla Bíó þann 4. maí næstkomandi.

Platan Back to Black færði söngkonunni Amy Winehose fimm Grammy verðlaun og mun 

Bryndís leggja áherslu á lögin af þeirri plötu. 

Hljómsveitin er skipuð einvala liði tónlistarmanna, en það eru þau Ingi Björn Ingason á bassa, Þorvaldur Þór Þorvaldsson á trommur, Birkir Rafn Gíslason á gítar, Valdimar Kristjónsson á hljómborð,  Sólveig Morávek tenór sax, Rósa Guðrún Sveinsdóttir baritón sax og Elvar Bragi Kristjónsson á trompet.

Þetta er viðburður sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara.



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696