Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

80's rokk partý - Sing along með Rokkkór Íslands

$
0
0

Rokkkór Íslands bíður upp á "sing a long" kvöld í Bæjarbíói í Hafnarfirði föstudaginn 22.apríl kl.22:00 

Er þetta alveg ný tegund tónleika forms hér á landi þar sem textar verða á bíóskjánum svo áhorfendur geti tekið virkann þátt í tónleikunum. Allir mega syngja með ýmsum þekktum lögum flest frá níunda áratugnum (80´s) sem hljómsveitir eins og AC/DC, Bon Jovi, Kiss, Meatloaf, U2, Whitesnake, Bonnie Tyler, Eurythmics o.fl. hafa gert vinsæl. Þetta verður mögnuð kvöldskemmtun fyrir fólk sem hefur gaman af því að syngja :)

Rokkkór Íslands er glænýr kór sem fer heldur óhefðbundnari leiðir en gengur og gerist í kórsöng. Kórinn er skipaður rúmlega 30 manns sem flest eiga það sameiginlegt að hafa yfir áratuga reynslu í popp-, rokk- og dægurlagasöng. Útkoman er kraftmikill og algjörlega einstakur hljómur sem er klárlega nýr sinnar tegundar hér á landi og eitthvað sem vert er að kíkja á.

Einsöngvarar úr kórnum verða þau DAVÍÐ SMÁRI, ÍRIS KRISTINS, ÁSLAUG HELGA, GEORG ALEXANDER, TELMA ÁGÚSTSDÓTTIR, ÓLI MÁR, KRISTBJÖRG KARI, ÁSLAUG FJÓLA, KRISTJANA ÞÓREY, KATRÍN HILDUR og BRYNHILDUR JÓNS.

Stórskota hljómsveit verður með kórnum skipuð þeim Davíði Sigurgeirssyni og Sigurgeiri Sigmundssyni á gítara, Þorbergi Ólafssyni á trommur, Þóri Rúnari Geirssyni á bassa og Matthíasi V. Baldurssyni á hljómborð sem stjórnar einnig kórnum.

Hljóðmaður verður Hrannar Kristjánsson


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696