Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Fjallabræður á Mæðradag - Tónleikar salur

$
0
0
Á mæðradaginn ætlar hljómsveitin Fjallabræður að koma saman í Gamla bíó og fagna þessum degi með því að syngja og spila af öllu hjarta, mæðrum til heiðurs! 

Á tónleikunum ætlar hljómsveitin að flytja efni af nýjustu plötu Fjallabræðra, sem kom út í lok síðasta árs, í bland við gamalt og splunkunýtt efni. Fjallabræður hafa tekið þátt í mörgum skemmtilegum verkefnum í gegnum tíðina. 

Fjallabræður gáfu þjóðinni „Þjóðlagið“, þar sem u.þ.b. 36 þúsund Íslendingar sungu saman og gerðu einnig þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja árið 2012, „Þar sem hjartað slær“. Fjallabræður eru líka fjölmennasta hljómsveit landsins og telja forsöngvarar hljómsveitarinnar rúmlega 50 káta karla. Þetta hreinlega getur ekki klikkað. 

Á döfinni er glænýtt og spennandi verkefni sem tilkynnt verður formlega á tónleikunum. Segja má að tónleikarnir séu upphafið að þeirri vegferð sem nú fer í hönd hjá hljómsveitinni. Nánar um það í Gamla bíó. Við hvetjum að sjálfsögðu allar mæður til að koma og njóta kvöldsins með okkur. Ykkar er dagurinn! 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696