Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Áfram veginn í 90 ár - Vortónleikar

$
0
0

Nú líður að því að vetur konungur lini takið og mildari tíð taki við. Samhliða því mun Karlakór Reykjavikur efna til vortónleika í í aprílmánuði, eins og hann hefur gert undanfarna áratugi. Líkt og undanfarin ár verða tónleikarnir haldnir í Langholtskirkju og fara fram þessa daga:

Mánudaginn 18. apríl kl. 20.
Þriðjudaginn 19. apríl kl. 20.
Miðvikudaginn 20. apríl kl. 20
og laugardaginn 23 apríl kl. 15.

Einsöngvari á tónleikunum okkar verður Elmar Gilbertsson tenór sem hefur vakið verðskuldaða athygli á undanförnum árum. Skemmst er að minnast stórkostlegrar frammistöðu hans í óperunni Ragnheiði sem sýnd var í Íslensku óperunni árið 2014 auk þess sem hann fékk lofsamlega dóma fyrir söng í Don Giovanni nýlega. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á flygilinn en hún hefur fyrir löngu öðlast fastan sess á vortónleikum okkar og ferðast víða með kórnum, bæði hér á landi sem erlendis. Nú ber svo við að eiginmaður Önnu, góðvinur okkar Sigurður Snorrason, leikur á klarínett í einu lagi. Það er okkur sönn ánægja að hann skuli taka virkan þátt í tónleikum okkar að þessu sinni.  Stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur í á þriðja áratug, Friðrik S. Kristinsson heldur styrkum höndum um stjórntaumana og er þar sannarlega vanur maður á ferð.

Við félagar í Karlakór Reykjavíkur hlökkum mikið til að fagna með ykkur 90 ára afmæli kórsins á komandi vortónleikum. 



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696