Styrktartónleikar Caritas
Von og bati fyrir ungt fólk með alvarlega geðsjúkdóma
Á komandi aðventu ætlar Caritas Ísland að styrkja veikasta unga fólkið með alvarlega geðsjúkdóma sem njóta meðferðar á Laugarási-Endurhæfingu geðsviðs LR. Það er ekki síst vegna þess að þessi málaflokkur hefur lengi verið hafður út undan i kerfinu og sveltur fjárhagslega. Enn eimir eftir af fordómum gagnvart geðsjúkdómum í samfélaginu. Efnt verður til styrktartónleika 23 nóvember í Kristkirkju kl 16:00 þar sem helstu listamenn þjóðarinnar gefa vinnu sína til leggja hönd á plóg.
Astor Piazzolla Veturinn úr Árstíðunum fjórum í Buenos Aires. Einleikari Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari. Kjartan Valdemarsson harmonika/hljómborð og Bryndís Halla Gylfadóttir selló. Antonio Vivaldi Haustið úr Árstíðunum fjórum einleikari Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari, nemendur úr LHI.
Johann Sebastian Bach Air svíta í G dúr. Einleikari Gunnar Kvaran selló, Antonia Hevesi orgel.
Wolfgang Amadeus Mozart Laudate Dominum í meðförum Hallveigar Rúnarsdóttur einsöngvar ásamt strengjum, klarinet og kórum undir stjórn Margrétar PálmadótturLeonardo Marzagalia Preghiera. Einsöngvari Kristján Jóhannsson, stengir, klarinet og kórar.
Á efnisskrá verða sannkallaðar perlur tónbókmenntanna sem falla vel að aðventunni Haustið úr Árstíðunum fjórum eftir Vivaldi sem er yndislegur óður til náttúrunnar og einhver vinsælasta sígilda tónsmíð allra tíma. Argentínski tangósnillingurinn Piazzolla var svo innblásinn af Árstíðum Vivaldis að hann samdi tónverk sitt Árstíðirnar fjórar í Buenos Aires þar sem hann flettar saman tangó, jazz og Vivaldi sem lýsa árstíðunum hinum meginn á hnettinum. Þá má nefna hið undurfagra Laudate Dominum eftir Mozart ásamt Air í G streng eftir Bach og bænina Pregheria eftir Marzagalia sem skapa sannkallaða hátíðarstemningu í upphafi aðventu.