Harlem Globetrotters
Í mars 2015 mun hið heimsfræga sýningar og körfuboltalið Harlem Globetrotters vera með tvær sýningar hér á landi n.t. í Schenken höllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði. Harlem Globetrotters hefur heimsótt Ísland fjórum sinnum áður og alltaf hefur verið uppselt á sýningar þeirra. Vorið 2013 komust færri að en vildu i Kaplakrika og þurfti að vísa fjölda manns frá á sýningardag svo mikil var áhuginn fyrir þessari frábæru fjölskylduskemmtun. Þá strax ákváðu forsvarsmenn Harlem Globetrotters að þeir yrðu að koma sem fyrst aftur til að svara þessari þörf sem greinilega var á heimsókn þeirra og nú er komið að því dagana 24. og 25. mars ætla þeir að skemmta landanum með ótrulegum uppákomum þar sem gleðin, fjölskyldan og umfram allt frábærir fulltrúar skemmtunar og bjartsýni sýna snilli sína á vellinum.
Harlem Globetrotters er elsta fjölskyldusýning i heimi og varla það mannsbarn hér á landi sem ekki þekkir ekki Harlem Globetrotters og lagið þeirra Sweet Georgia Brown.