![Mynd]()
Flugeldasýning í samtímatónlist ársins 2013
Stórtónleikarnir Hátt í Höllinni
Laugardalshöll, fimmtudagskvöldið 19. desember
Kaleo , FM Belfast , Drangar og Hjaltalín.
Stórtónleikarnir Hátt í Höllinni verða haldnir annað árið í röð 19 desember í Laugardalshöll
Á tónleikunum koma fram 4 af sterkustu tónleikaböndum landsins. Í ár eru það hljómsveitirnar Kaleo, FM Belfast, Drangar og Hjaltalín sem munu prýði sviðið í Laugardalshöll. Tónleikarnir eru nokkursskonar uppskeruhátíð tónlistarársins og er nafn tónleikanna augljóslega skírskotun í gamalt kvæði sem oft er sungið á jólunum um Þyrnirós. Sungið var „Þá var kátt í höllinni“ en nú fylla tónleikahaldarar Laugardalshöllina af græjum og það verður „Hátt í Höllinni“ með flottustu böndum ársins.
Hljómsveitin Kaleo frá Mosfellsbæ hefur sannarlega verið ein af spútnik hljómsveitum ársins. Lagið þeirra „Vor í Vaglaskógi“ var eitt vinsælasta lag sumarsins og í kjölfarið hafa komið firnasterk rokklög sem hafa fengið mikla spilum á útvarpsstöðvum landsins. var fylgt eftir með nokkrum sterkum rokklögum einsog “rock´n roller”. Fyrsta plata hljómsveitarinnar var að koma í verslanir og má búast við miklu frá þessar efnilegu sveit í framtíðinni.
FM Belfast er klárlega ein sterkasta tónleikasveit landsins og þótt víða væri leitað. Hljómsveitin var stofnuð árið 2005 og hefur síðan verið á stöðugri uppleið og tónleikahald þeirra á erlendri grund hefur verið samfelld sigurganga.. FM Belfast þótti af mörgum vera sigurvegari Iceland Airwaves í ár þar sem sveitin fór hamförum í Hörpu.
Súpersveitin Drangar er skipuð þeim Mugison, Jónasi Sig og Ómari Guðjóns. Sveitin sem er rétt um eins árs gaf út sína fyrstu skífu á dögunum og er skemst frá því að segja að platan fékk 9.9 af 10 mögulegum í dómum Andreu Jónsdóttur. Þeir eiga efsta lagið á lagalistanum þessa vikuna, Bál. Drangar þræða nú landið á tónleikaferð og munu enda þá reisu á “Hátt í Höllinni.”
Hjaltalínþarf ekki að kynna fyrir neinum en sveitin er ein sú alvinsælasta á Íslandi Hjaltalín var stofnuð árið 2004. Eftir að lagið Goodbye July/Margt að ugga byrjaði að hljóma á Rás 2 byrjaði hljómsveitin að koma fram svo eftir var tekið, bæði í sjónvarpi og á Iceland Airwaves. Síðan þá hefur Hjaltalín vaxið og dafnað og virðast engin takmörk fyrir því hve mikið sveitin getur bætt sig. Síðasta plata Hjaltalín “Enter4” hlaut einróma lof gagnrýnenda jafnt íslenskra sem erlendra. Hjaltalín er nú á tónleikaferðalagi um Kanada og munu hljósmveitin því verða sjóðheit þegar hun kemur fram á stórtónleikunum í Laugardalshöll.
Húsið opnar kl 19.00 og tónleikarnir hefjast kl 20.00 þann 19 desember.
Miðaverði er mjög stillt í hóf 4. 900 kr á gólfi og 5.900 í stúku
Miðasala fer fram á midi.is og hefst salan laugardaginn 23.nóv
Áhugasömum er bennt á að i fyrra seldust miðar í stúku upp á nokkrum klukkutímum og því er gott að vera snemma á ferðinni.