![Mynd]()
Á meðan Kári bítur kinn og frostið gegnum allt smýgur þá hugsum við til jólanna og til ykkar kæru vinir. Brátt líður að jólum, með ljúffengum kökum, laufabrauði og ljósadýrð. Og tónlist! Okkur langar að taka á móti jólunum með ykkur og höfum við að því tilefni efnt til nokkurra jólatónleika
Reykjavík: Laugardagskvöldið 14. desember á Café Rósenberg kl. 22:00
Reykjavík: Sunnudagskvöldið 15. desember á Café Rósenberg kl. 21
Við mælum með því að þið mætið snemma og fáið ykkur að borða, borðapantanir í síma 551 2442. Húsið opnar kl. 17:00
Borgarnes: Þriðjudagskvöldið 17. desember í Borgarneskirkju kl. 20:00, húsið opnar kl. 19:30
Reykjavík: Miðvikudagskvöldið 18. desember á Café Flóru í Grasagarðinum kl. 20:30, borða- og matarpantanir í síma 8664243 (Þorkell), húsið opnar kl. 18:30
Á tónleikunum verða með okkur þrír gestir:
Óskar Kjartansson slagverksleikari
Tómas Jónsson píanóleikari
Ingólfur Magnússon bassaleikari
Hlökkum til að sjá ykkur í blússandi jóla og kósy stemmningu!
ps. Við gáfum út jólaplötu í fyrra sem seldist upp en er nú aftur fáanleg!
...Þegar líða fer að jólum fer allt í gang, þvottabrettið er dregið fram, rykið dustað af raksköfunni, allir fara í jólabað og svo má ekki gleyma myndatökunni. Sumir gera þetta allt í einu og á síðustu stundu, á meðan að aðrir gefa skít í undirbúninginn og pissa á baðstofugólfið. Við í Brother Grass nennum engu stressi og færum ykkur 12 frumsamin, notaleg og tímalaus jólalög. Við leggjum áherslu á þéttar raddanir og vandaðar útsetningar og fengum skemmtilega jólagesti til að leika við okkur á plötunni.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir - píanó
Baldur Guðmundsson - hammond og Rhodes
Björgvin Ívar Baldursson - bassi, pumpuorgel, Korg 770
Frank Aarnik - víbrafónn og slagverk
Guðmundur Óskar Guðmundsson - bassi
Magnús Trygvason Eliassen - trommur
Roland Hartwell - fiðlur og víólur
Sigurður Bjarki Gunnarsson - selló
20 ára aldurstakmark á Café Rosenberg.
18 ára aldurstakmark á Café Flóru