
Big Swing Face
Stórsveit Reykjavíkur spilar Buddy Rich
Að þessu sinni er efnisskráin helguð stórtrommaranum Buddy Rich, en leikin verður öll tónlistin af einni af þekktustu plötum stórsveitar hans; Big Swing Face frá 1967. Um er að ræða sérlega kraftmiklar útsetningar bæði þekktra jazzstandarda og frumsaminna laga frá þessum tíma. Á meðal útsetjara og höfunda eru Bill Holman, Bill Potts, Bob Florence og Shorty Rogers. Platan var tekin upp á tónleikum á Chez klúbbinum í Hollywood árið 1967. Stórsveit Buddy Rich höfðaði á þessu tíma sérstaklega til ungs fólks með þrumandi leik, kraftmiklum útsetningum og ungum framúrskarandi hljóðfæraleikurum.
Þetta eru fimmtu tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur þar sem teknar eru fyrir ákveðnar vel þekktar plötur stórveitasögunnar. Stjórnandi á þessum tónleikum verður Sigurður Flosason. Sérstakur gestur í einu lagi verður söngkonan Sigríður Thorlacius en hún mun flytja lag sem Cathy Rich, dóttir Buddy Rich flutti á plötunni, þá tólf ára gömul.