Jólagleði Geirmundar
Jóla- og sveiflutónleikar í Austurbæ 29. nóvember
Óskar Pétursson, Helga Möller, Diddú og Geirmundur
Í fyrsta skipti í tuttugu ár blæs sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson til tónleika í Reykjavík og með honum í för verður frábært listafólk. Gestasöngvarar með Geirmundi eru Óskar Pétursson, jólastelpurnar Anna Karen og Valdís, Helga Möller og Diddú sem nú kemur fram með Geirmundi í fyrsta sinn. Hljómsveit undir styrkri stjórn Vilhjálms Guðjónssonar mun annast undirleik og kynnir verður Þorgeir Ástvaldsson.
Á tónleikunum verða flutt þekktustu lög Geirmundar, þekkt jólalög og lög af jóladiski Geirmundar sem út kom á síðasta ári.
Komdu í Austurbæ og eigðu góða kvöldstund með frábæru listafólki í jólasveiflu.