Hin fagra og sá besti. Tónlistar og gamanleiksýning með Geneva Cruz og Kim Idol.
Þessi viðburður er fyrsta verkefni Phil-Ice félagasamtök (Félag Filippseyinga/Íslendinga á Íslandi) og nýkjörna forsetans Cris Rafael Silao í samstarfi við Megaworld International og KMF Events Ltd UK. Okkar markmið er að afla fjár fyrir Kirkju Sankti Barbara í Keflavík.
Í meira en 3 ár hefur aðsókn í kirkjuna verið vaxandi og húsnæðið ekki getað annað eftirspurn. Phil-Ice og samstarfsaðilar fengu því til starfa tvo listamenn sem hafa gert garðinn frægan í Filippísku sjónvarps-, kvikmynda - og tónlistariðnaði.
Ungfrú Geneva Cruz er fræg listakona í sínu heimalandi. Hún er mjög áberandi í fjölmiðlum svo sem í sjónvarpi og kvikmyndum. Fegurð, kynþokki og sönghæfileikar eru hennar helstu merki. Hún byrjaði ung í sönghópnum Smokey Mountains sem var vinsæll í Asíu snemma á tíunda áratugnum.
Kim Idol, er handritshöfundur og gamanleikari sem gerði garðinn frægan með að endurvekja "Jurassic Park" vegna túlkunar hans á risaeðlum sem hann notar í atriðum hjá sér.
Í fyrsta skipti, tveir af bestu listamönnum frá Filippseyjum munu skemmta samlöndum sínum á Íslandi og það í þágu góðgerðarmála.
Vertu með, komdu með fjölskylduna og vini á tónlistar og gamanleiksýningu í Hörpu.