
Mánudagstónleikar klukkan fimm
Píanistinn og söngvarinn Kristján Hrannar Pálsson mun leiða gesti gegnum brot af dægurlagafjársjóði þjóðarinnar, eftir höfunda á borð við Sigfús Halldórsson, Jónas og Jón Múla Árnasyni, Jón Nordal, Ingibjörgu Þorbergs, Oddgeir Kristjánsson og Ása í Bæ. Textum verður varpað á skjá og tónleikagestir hvattir til að taka hressilega undir. Dagskráin er um það bil 40 mínútur í flutningi.
Kaffi og kaka fyrir tónleika
Gestir geta fengið kaffi og köku fyrir tónleika á 1.000 kr. Verð fyrir hvort tveggja 3.500 kr
Kvöldverður og tónleikar
Gestir geta keypt þriggja rétta kvöldverð á Hótel Holti á eftir tónleika á afsláttarverði. Verð fyrir hvort tveggja 9.500 kr
Matseðill:
Sítrónumareneraður lax, „tataki” með sjávargrasi, niðurlagt grænmeti og greipaldin vinaigrette??
Kengúrusteik, rauðrófu „dumplings”, og snöggsteikt bok choy kál??
Heit kaka úr hvítu súkkulaði ásamt mangó og ískrapi úr sætri kartöflu