Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópransöngkona, Arnhildur Valgarðsdóttir, píanóleikari og Trausti Ólafsson, leiklistarfræðingur og þýðandi, efna til söng- og ljóðakvölds.
Ingibjörg og Arnhildur frumflytja þýðingu Trausta á ljóðaflokknum On this Island eftir W. H. Auden við tónlist Benjamins Britten. Þær flytja einnig lög og texta eftir íslenska höfunda og Trausti les þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á ljóðinu Ferð til Íslands eftir Auden.