
Jazz Ensemble Úngút heldur tónleika í Kaldalóni í Hörpu mánudaginn 15. júlí klukkan 20:00. Yfirskrift tónleikana er ; “Songs of Iceland” sem er nafn fyrstu plötu tríósins en þar er a finna mörg vel þekkt íslensk þjóðlög.
Á efnisskránni eru aðallega íslensk þjóðlög í nýjum útsetningum Peters Arnesen píanóleikara triósins. Aðrir meðlimir eru Rósa Kristín Baldursdóttir söngkona og Einar Sigurðsson kontrabassaleikari.
Nýverið var fyrsta plata sveitarinnar, “Songs of iceland” endurútgefin af Naxos fyrirtækinu og er nú fáanleg um allan heim. Í kjölfarið kom út í sumar platan “Blástjarnan” þar sem enn á ný er leitað á mið íslenskrar þjóðlagatónlistar og hún notuð sem grunnur í nýsköpun.