Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Ragnheiður - Ópera

$
0
0
Mynd

Ragnheiður er ný íslensk ópera eftir Gunnar Þórðarson, tónskáld og Friðrik Erlingsson. Óperan er síðrómantísk, melódísk og við alþýðuskap.

Óperan verður frumflutt í konsertformi á þrennum tónleikum í Skálholtskirkju, dagana 16., 17. og 18. ágúst, undir stjórn Petri Sakari.

Flytjendur eru 50 manna sinfóníuhljómsveit, ásamt Kammerkór Suðurlands og 9 einsöngvurum, en þeir eru:

Þóra Einarsdóttir; Ragnheiður Brynjólfsdóttir,
Eyjólfur Eyjólfsson; Daði Halldórsson,
Viðar Gunnarsson; Brynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti,
Jóhann Smári Sævarsson; séra Sigurður, dómkirkjuprestur í Skálholti,
Alina Dubik; Helga Magnúsdóttir í Bræðratungu, frænka biskups,
Bergþór Pálsson; séra Hallgrímur Pétursson, prestur og sálmaskáld,
Guðrún Ólafsdóttir; Ingibjörg vinnukona í Skálholti og ástkona séra Sigurðar,
Jóhann Kristinsson; séra Torfi Jónsson, prófastur og frændi biskups,
Björn Ingiberg Jónsson; Þórður Þorláksson, síðar biskup í Skálholti.

Óperan byggir á ástar- og örlagasögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti, (1641-1663) sem 19 ára gömul var neydd til að sverja sig opinberlega ‘hreina af öllum karlmönnum’ eftir að orðrómur um ástarsamband hennar við Daða Halldórsson, kennara hennar og biskupsþjón, náði eyrum föður hennar, Brynjólfs biskups.

En nákvæmlega 9 mánuðum eftir eiðtökuna eignast Ragnheiður barn þeirra Daða. Ragnheiði var gert að yfirgefa barn sitt aðeins 2 mánaða gamalt og standa opinbera aflausn synda sinna í Skálholtskirkju fyrir þetta skírlífisbrot. Hún sá hvorki Daða né barnið framar því hún lést einu ári síðar, tæplega 22 ára gömul.

Við útför hennar var sálmur séra Hallgríms Péturssonar, “Um dauðans óvissa tíma” (Allt einsog blómstrið eina) flutt í fyrsta sinn yfir moldum Íslendings og æ síðan við útför flestra Íslendinga.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696