Það þarf vart að kynna hinn fjölhæfa og óviðjafnanlega Jógvan Hansen, en hann mun ásamt landsliðinu í ‘swing’ og jazzi flytja helstu smelli Frank Sinatra þann 19. september í Salnum Kópavogi. Með Jógvan eru þeir Sigurður Flosason, Agnar Már Magnússon, Jóhann Hjörleifsson og Gunnar Hrafnsson.
Francis Albert Sinatra betur þekktur sem Frank Sinatra er án efa einn þekktasti listamaður og söngvari fyrr og síðar. Hann söng lög eins og My way, Fly me to the Moon, New York New York, Moon River og Strangers in the night svo dæmi séu tekin. Það sem færri vita er að hann lék einnig í 49 bíómyndum. Hann var einnig leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi.
Jógvan, Sigurður, Agnar, Jóhann og Gunnar eru allir forfallnir aðdáendur Frank Sinatra og lofa frábærri skemmtun fyrir alla.