Jazzhátíð Reykjavíkur í 25 ár!
Reykjavíkurjazzinn rís jafnan hæst með hinni árlegu Jazzhátíð Reykjavíkur sem fyrst var haldin 1990. Megináhersla hátíðarinnar hefur ávallt verið sú að bjóða uppá spennandi alþjóðlega strauma auk þess besta sem íslenskt jazzlíf hefur uppá að bjóða.
Hefðbundin sveifla, sönglög, nýsmíði, heimstónlist og nútímalegur jazz. Rafrænt og akústískt við bestu mögulegu skilyrði. Hljómsveitir af öllum stærðum og gerðum.
Hátíðin í ár fer öll fram í Hörpu. Það er nokkur nýbreytni þó að Jazzhátíð sé meðal frumbyggja í húsinu og hafi staðið þar fyrir tónleikum frá opnun þess.