Einu sinni á ári gefst tónlistarunnendum einstakt tækfæri að taka þátt í viðburði í litlu sjávarplássi úti á landi. Stór geymslusalur, sem hýsir gærur í stöflum hina 11 mánuði ársins, er tæmdur til að rýma fyrir stóru tónleikasviði og fólki sem vill skemmta sér og hlusta á góða tónlist. Einstakt hæfileikafólk stígur á stokk, þekktir flytjendur í bland við óþekktari. Sauðárkrókur iðar af lífi þessa daga sem Tónlistarhátíðin Gæran stendur yfir og er þetta upplifun sem engin má missa af!
Dagskrá Gærunnar teygir sig yfir þrjá daga. Sólóistakvöld er haldið á fimmtudeginum á skemmtistaðnum Mælifelli og tónleikarnir eru svo á föstudeginum og laugardeginum á aðalsvæði hátíðarinnar. Það er 18 ára aldurstakmark á hátíðina en yngri tónlistarunnendur eru velkomnir í fylgd með foreldri/forráðamanni. 12 ára og yngri fá frítt inn á hátíðina.
Þeir tónlistarmenn sem koma fram á tónleikunum í ár eru:
Föstudagur:
Kiriyama family, Úlfur Úlfur, Tuttugu, Johnny and the rest, Myrká, The bangoura band, Sjálfsprottin spévísi, Una Stef, Klassart og Boogie Trouble
Laugardagur:
Dimma, Reykjavíkurdætur, Sóldögg, Nykur, Rúnar Þóris, Kvika, Mafama, Skúli Mennski, Beebee and the Bluebirds og Sunny side road.
Einnig verður hægt að kaupa miða á staðnum. Hægt er að kaupa miða á hvert kvöld. Verðið er þá: fimmtudagur 1.500.-, föstudagur 4.000.-, laugardagur 4.000.-
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.