
Sinfóníuhjómsveit Íslands
Sinfónían á Airwaves
Ólafur Arnalds og Elfa Rún
Árstíðir Vivaldis í endurgerð Max Richter voru frumfluttar í London í lok október síðastliðnum undir stjórn André de Ridder og hljóðritun í útgáfu Deutsche Grammophone rauk strax upp í efsta sæti á vinsældarlistum í Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum.
Einleikarinn Elfa Rún Kristinsdóttir hefur vakið athygli og aðdáun víða um heim fyrir glæsilegan leik og túlkun og sigraði hún meðal annars í alþjóðlegu Bach- keppninni í Leipzig.
André de Ridder er meðal áhugaverðustu og fjölhæfustu hljómsveitarstjórum samtímans. Hann er þekktur fyrir dirfsku í verkefnavali og samvinnu tónlistarfólks úr ólíkum geirum. Hann hefur stjórnað þekktum hljómsveitum bæði austan hafs og vestan og í mars á þessu ári stjórnaði
Ridder tónlist Ólafs Arnalds í Barbican- tónlistarmiðstöðinni í Lundúnum.
Á þessum tónleikum munu leiðir Ólafs Arnalds og Sinfóníuhljómsveitar Íslands liggja saman í fyrsta sinn. Hróður Ólafs hefur vaxið jafnt og þétt frá því hann gaf út fyrstu plötuna sína árið 2007. Verkið For Now I Am Winter er áræðnara og afdráttarlausara en fyrri verk tónskáldsins og ber ótvírætt vitni um mikla þróun í tónsmíðum hans.
Aðeins takamarkaður fjöldi miða verður seldur í lausasölu en þeir sem kaupa sig inn á Airwaves hátíðina fá ókeypis aðgang.
Max Richter
Árstíðirnar fjórar
Ólafur Arnalds
For now I am winter
André de Ridder
hljómsveitarstjóri
Elfa Rún Kristinsdóttir
einleikari
Ólafur Arnalds
Arnór Dan Arnarson