Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Ísl -

$
0
0
Mynd

Sinfóníuhjómsveit Íslands
Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveitin Skálmöld sameina krafta sína á tónleikum í Eldborg. Skálmöld hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir kraftmikla tónlist og líflega sviðsframkomu. Þá hafa kjarnmiklir textar hljómsveitarinnar átt sinn þátt í að skapa henni breiðan aðdáendahóp.

Tónlist Skálmaldar er þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum og verður magnað að sjá þessar tvær kraftmiklu hljómsveitir sameinast á sviði. Á efnisskránni verður meðal annars tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka.

Tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson færir víkingaskotinn þungmálm Skálmaldar í sinfónískan búning.

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur á undanförnum árum boðið hljómsveitum og listamönnum úr ólíkum áttum til samstarfs við sig. Afrakstur þessa samstarfs er margir eftirminnilegir tónleikar.

Hljómsveitarstjórinn Bernharður Wilkinson hefur starfað með hljómsveitinni í hartnær fjóra áratugi og stjórnað mörgum af vinsælustu tónleikum hennar.

Bernharður Wilkinson
hljómsveitarstjóri


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696