Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Ástarsögur af hvíta tjaldinu -

$
0
0
Mynd

Sinfóníuhjómsveit Íslands
Ástarsögur af hvíta tjaldinu

Tónlist hefur frá upphafi leikið stórt hlutverk í kvikmyndum. Á tíma þöglu myndanna lék píanóleikari eða hljómsveit á sýningum til að undirstrika atburðarásina og allar götur síðan hefur kvikmyndatónlist ein og sér notið mikillar hylli tónlistarunnenda.

Á þessum kvikmyndatónleikum er rómantíkin í fyrirrúmi. Flutt verður tónlist úr mörgum frægum myndum á borð við Parardísarbíóið, Á hverfanda hveli, Doktor Zhivago og Brokeback Mountain. Þetta er tónlist frá ýmsum tímum kvikmyndasögunnar sem á það sameiginlegt að snerta streng í hjarta hlustandans.

Þýski hljómsveitarstjórinn Frank Strobel hefur margsinnis komið til Íslands með snilldarverk kvikmyndasögunnar í farteskinu. Hann hefur helgað líf sitt kvikmyndatónlist og grafið fjölda dýrmætra kvikmynda og upphaflega tónlist þeirra úr gleymsku. Hann hefur unnið með fjölda hljómsveita á þessu sviði, meðal annars útvarpshljómsveitunum í Berlín, París og Helsinki, Lundúnasinfóníunni og Sinfóníuhljómsveitinni í Sidney í Ástralíu.

Tónlist úr ýmsum kvikmyndum
Frank Strobel 
hljómsveitarstjóri


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696