Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Ungsveit SÍ 2013 -

$
0
0
Mynd

Sinfóníuhjómsveit Íslands
Ungsveit SÍ 2013

Undanfarin fjögur ár hafa tæplega hundrað ungmenni úr tónlistarskólum landsins safnast saman undir merkjum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og náð undraverðum árangri undir leiðsögn framúrskarandi hljóðfæraleikara og stjórnenda.

Viðfangsefni Ungsveitar SÍ að þessu sinni er Karnival í Róm, glæsilegur hljómsveitarforleikur eftir Hector Berlioz, La mer, vinsælasta hljómsveitarverk Debussys, og sellókonsert Elgars, síðasta stórvirki tónskáldsins. Konsertinn var í miklu uppáhaldi hjá Elgar og öðlaðist fljótt sess meðal fegurstu perla tónbókmenntanna.

Einleikari og sérstakur gestur Ungsveitar SÍ er sellóleikarinn Sæunn Þorsteinsdóttir. Sæunn útskrifaðist með meistaragráðu frá Juilliard-tónlistarskólanum 2008 en hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og starfar með heimsþekktum stjórnendum og hljóðfæraleikurum. Samhliða því að starfa sem einleikari og kammertónlistarmaður sinnir hún verkefnum á vegum menntadeildar New York-borgar.

Stjórnandi Ungsveitar SÍ er finnski hljómsveitarstjórinn Petri Sakari, fyrrum aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Ungsveit SÍ var stofnuð ári 2009 til þess að gefa lengra komnum tónlistarnemum tækifæri til að starfa í umhverfi atvinnutónlistarmanna. Ungsveitin er hluti af metnaðarfullu fræðslustarfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Hector Berlioz
Karnival í Róm, op. 9
Edward Elgar
Sellókonsert í e-moll
Claude Debussy
La mer
Petri Sakari
hljómsveitarstjóri
Sæunn Þorsteinsdóttir
einleikari


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696