Vegna fjöla áskorana verður efnt til þriðju tónleikana en fullt var út úr dyrum á tvennum tónleikum í Eldborg í mars.
Led Zeppelin er af mörgum talin ein áhrifamesta rokkhljómsveit allra tíma. Þeir eru meðal mest seldu listamanna heimsins og hafa selt um 300 milljón plötur á heimsvísu. Allar níu stúdíóplötur sveitarinnar komust á topp 10 á Billboard vinsældalistanum og 6 þeirra alla leið í fyrsta sæti. Rolling Stone tímaritið lýsti þeim sem „the heaviest band of all times“ og „unquestionably one of the most enduring bands in rock history“. Hljómsveitin var tekin inn í Rock and Roll Hall of Fame árið 1995.
Á þessum tónleikum verða spiluð bestu lög þessarar frábæru hljómsveitar. Um sönginn sjá rokkararnir Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Stefán Jakobsson.
Fytjendur:
Tónlistarstjóri:
Þórir Úlfarsson
Söngur:
Eiríkur Hauksson
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Stefán Jakobsson
Sérstakir gestir:
Dagur Sigurðsson söngvari og Birgir Haraldsson söngvari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari úr Gildrunni.
Hljómsveit:
Þórir Úlfarsson, hljómborð og raddir
Gulli Briem, trommur
Kristján Grétarsson, gítar
Eyþór Úlfar Þórisson, gítar
Ingi Björn Ingason, bassi
ásamt strengjasveit