Auðvitað þurfum við að halda Spilakvöld norðan heiða og þá hvar annars staðar en á Græna hattinum? Einmitt, hvergi. Þar verða tvennir tónleikar með sama sniði og þeir á Rosenberg helgina áður, við fögnum því að hálfvitaspilin hafa loksins verið framleidd og munu þau stjórna lagavali kvöldsins.
Glöggir aðdáendur hafa kannski áttað sig á að hálfvitarnir hafa gefið út 4 plötur og á hverri þeirra eru 13 lög. Af þessu tilefni hafa þeir ákveðið að gefa út spilastokk þar sem hver plata stendur fyrir einn lit og hvert spil fyrir eitt lag. Á tónleikunum dagana 6.–7. júní munu spilin ráða för, dregið verður um hvert einasta lag og geta því öll plötulög hálfvitanna lent á prórgramminu. Að sjálfsögðu verða spilin líka seld á staðnum.
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.