Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Ylja, Snorri Helgason og Lindy - í Hljómahöll

$
0
0

Þann 3. júní verða haldnir tónleikar með hljómsveitinni Ylju, Snorra Helgasyni ásamt hljómsveit og tónlistarmanninum Lindy í Bergi í Hljómahöll og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00.

Ylja hefur allt frá útgáfu fyrstu plötu þeirra verið meðal vinsælustu hljómsveita landsins og nýlega vakið töluverða athygli erlendis, beggja vegna Atlantshafsins. Hljómsveitina leiða þær Bjartey Sveinsdóttir og Gígja Skjaldardóttir en þeim til halds og traust eru þeir Valgarð Hrafnsson á bassa, Maggi Magg á trommum og síðast en ekki síst hinn frábæri gítarleikari Örn Eldjárn sem nýlega hóf störf með hljómsveitinni. Strákarnir skapa öflugan hljóðheim í kringum draumkenndar raddir stelpnanna og sterkt gítarsamspil. Ylja mun spila sín allra vinsælustu lög í bland við nýtt efni afóútkominni plötu sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Snorri Helgason hefur á undanförnum árum skapað sér gott orð í tónlistarheiminum bæði innanlands sem utan. Tónlist Snorra er nokkurs konar þjóðlagapoppbræðingur þar sem sterkar melódíur og kassagítarinn eru í forgrunni. Tónlist Snorra hefur verið líkt við söngvaskáld eins og Neil Young, Paul Simon og Harry Nilsson sem voru upp á sitt besta á árunum í kringum 1970.

Hljómsveitin Snorri Helgason er skipuð ásamt Snorra þeim Guðmundi Óskari Guðmundssyni (Hjaltalín, Tilbury, Borko, MonoTown o.fl), Daníel Friðriki Böðvarssyni (Moses Hightower), Magnúsi Trygavasyni Eliassen (Amiina, Sin Fang, Adhd, Tilbury o.fl.) og Sigurlaugu Gísladóttur (múm & Mr. Silla). Þessi hópur hafði verið að spila tónlist Snorra á tónleikum í u.þ.b. tvö ár áður en þau ákváðu að taka skrefið til fulls og stofna hljómsveit um það leiti sem vinnan við upptökur á Autumn Skies hófust haustið 2012.

Lindy Vopnfjörð kemur frá Kanada þar sem hann hefur starfað sem tónlistarmaður frá barnsaldri við góðan orðstír. Hann hefur gefið út 7 plötur en síðast gaf hann út plötuna Young Waverer árið 2013.  


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696