Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Orfia - Útskriftartóneikar Soffíu B Óðinsdóttur frá LHÍ -

$
0
0

Soffía Björg útskrifast frá Listaháskólanum  í vor með BA gráðu í almennum tónsmíðum. Hún heldur útskriftartónleika sína í Hörpu þann 22. maí.

Hljómsveit Soffíu Bjargar, Orfia, vinnur nú að gerð plötu sem væntanleg er í sumar. Á þessum tónleikum er einblínt á side A, eða þeim hluta plötunnar sem inniheldur lög eftir Soffíu. Á tónleikunum verður vídeoverki myndlistakonunnar Sigríðar Þóru Óðinsdóttur varpað á vegg bakvið hljóðfæraleikara á meðan á tónlistarflutningi stendur.

Margir hljóðfæraleikarar koma að gerð plötu Orfiu. Má þar nefna tréblásturskvartett, strengjakvintett, hörpu, píanó og svo hina hefðbundnu rytmasveit.

Tónleikarnir byrja á slaginu kl. 20:00 í Kaldalóni og er aðgangseyrir 2000 krónur. 

Aðgangur er ókeypis fyrir nemendur og kennara Listaháskóla Íslands gegn framvísun skólaskírteinis í afgreiðslu Hörpu. Karolina Fund áheitendur sem keyptu miða geta nálgast þá í afgreiðslu Hörpu. 



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696