Tónn til framtíðar
Opnunartónleikar Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu
9. júní kl. 17:00 í Norðurljósum
Tónleikarnir marka upphaf Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu, tónlistarnámskeiðs og tónleikahátíðar sem haldið er í Hörpu dagana 7.-17. júní. Á tónleikunum koma fram ungir einleikarar á strengjahljóðfæri sem náð hafa að skara fram úr á tónlistarsviðinu og unnið til verðlauna. Fremstur í flokki er hinn 18 ára gamli In Mo Yang frá Kóreu sem nýverið hlaut önnur verðlaun í alþjóðlegu Menuhin-fiðlukeppninni, en hún er meðal virtustu tónlistarkeppna í heimunum. Hann mun flytja ýmis þekkt og vinsæl verk fyrir fiðlu og píanó á síðari hluta tónleikanna sem verður helgaður honum einum. Meðleikari er Richard Simm.
Á fyrri hluta tónleikanna koma fram þrír ungir norskir listamenn. Fiðluleikarinn Sonoko Miriam Shimano Welde, 17 ára, hefur margsinnis unnið til verðlauna og keppir fyrir hönd Noregs í Eurovision Young Musicians keppninni 2014. Þá keppni vann norski víóluleikarinn Eivind Holtsmark Ringstad árið 2012, þá 17 ára gamall. Sellóleikarinn Sandra Lied Haga hefur verið sigursæl bæði í Noregi og á alþjóðlegum vettvangi og hlaut ung að árum inngöngu í hinn virta skóla Barratt-Due Institute of Music í Osló. Norsku ungmennin leggja öll stund á nám við þann skóla og munu leika saman tríó eftir Schubert auk einleiksverka fyrir sín hljóðfæri.
Þessir ungu einleikarar eru allir komnir hingað til lands að taka þátt í sumarnámskeiði Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu, sem nú er haldið í annað sinn. Á námskeiðinu munu þau miðla af reynslu sinni og vera öðrum þátttakendum hvatning til dáða.
Efnisskrá
Franz Schubert, Strengjatríó í B-dúr D471, Allegro
Henri VieuxtempsCapriccio fyrir einleiksvíólu, op.55 (op. posth, 9)
György LigetiSónata fyrir einleiksselló
Manuel PonceEtrellita fyrir einleiksfiðlu, úts. J. Heifetz
Grigoras Dinicu Hora Staccato fyrir einleiksvíólu, úts: Heifetz/Primrose
Händel/HalvorsenPassacaglia fyrir fiðlu og selló
Flytjendur:
Sonoko Miriam Shimano Welde, fiðla
Eivind Holtsmark Ringstad, víóla
Sandra Lied Haga, selló
Hlé
Nathan MilsteinPaganiniana
Franz SchubertSónata d.385 í a-moll
Eugène YsaÿeCaprice d´après l´Étude en forme de valse op. 52, nr. 6
Flytjendur In Mo Yang, fiðla
Richard Simm, píanó
Styrktaraðilar:
Norræna menningargáttin
Ýlir – tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk
Tónlistarsjóður
Reykjavíkurborg
Lin Yao Ji Music Foundation of China
Samstarfsaðilar:
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Listaháskóli Íslands
Tónlistarskólínn í Reykjavík
Lin Yao Ji Music Foundation of China