Á námskeiðinu verður kennt á fiðlu, víólu, selló og píanó og hefur Akademían fengið til liðs við sig framúrskarandi leiðbeinendur víðs vegar að. Lögð verður meiri áhersla á kammertónlist en áður og verða 8-10 kammerhópar kjarninn í uppbyggingu námskeiðsins, fyrir utan einkatíma og hljómsveit. Önnur nýbreytni er að samhliða Akademíunni verður haldið kammernámskeið fyrir áhugamenn. Upplýsingar um dagskrá og gjaldskrá akademíunnar má finna hér, en dagskráin verður uppfærð eftir því sem nær dregur námskeiðinu.
Vinningshafi Menuhin fiðlukeppninnar 2014 og norski víóluleikarinn Eivind Holtsmark Ringstad, vinningshafi Eurovision Young Musicians keppninnar 2012, verða sérstakir gestir Akademíunnar að þessu sinni. Þeir munu leika einleikstónleika og koma fram á lokatónleikum Akademíunnar þann 17. júní.
Hægt verður að kaupa passa á alla viðburði akademíunnar fyrir 5.000 kr. Foreldrar þátttakenda og aðalkennarar geta fengið helmingsafslátt (2.500 kr) á passanum, samkvæmt nafnalista.
Passi veitir aðgang að:
Opnunartónleikum 9. Júní
Öllum nemenda- og kammertónleikum 14.-16.júní
Ungir norskir einleikarar 16. Júní
Hátíðartónleikum 17. Júní