Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Sight Unseen - Lee Ranaldo og Leah Singer - Listahátíð í Reykjavík 2014

$
0
0
Mynd

Sight Unseen er samvinnuverkefni hjónanna Lee Ranaldo og Leuh Singer þar sem tónlist og myndbandsverk fléttast saman. Sight Unseen var frumflutt á Nuit Blanche hátíðinni í Toronto árið 2010 og hefur síðan verið flutt víða um heim, m.a. á Kvikmyndahátíðinni í Rotterdam, Cote Court hátíðinni í París, og á hátíðum í Sao Paulo í Brasilíu, á Ítalíu og Belgíu. 

Bandaríski listamaðurinn Lee Ranaldo er best þekktur sem einn af stofnendum og gítarleikari hljómsveitarinnar Sonic Youth, sem stofnuð var á níunda áratug síðustu aldar og er ein af áhrifamestu rokksveitum síðustu 25 ára. Listakonan Leah Singer hefur unnið með ólíka miðla svo sem ljósmyndum, myndbandslist, höggmyndun og bókverk. 

Lee og Leah hafa unnið saman síðan 1991 með myndbandsverk og tónlist í lifandi umhverfi. Verkin þeirra kanna hvernig hljóð og mynd vinna saman, þar sem óvissunni er tekið fagnandi. Myndefni og hljóð eru fengin úr hversdagsleikanum og verkið býður upp á persónulega túlkun áhorfenda. Titillinn, Sight Unseen, vitnar í þá hversdagslegu hluti sem maður leiðir oft hjá sér og hvernig nánari skoðun leiðir ýmislegt í ljós. Markmið verksins er að skapa aðstæður þar sem flytjendur og áhorfendur upplifa saman tónlist og mynd. Verkið samanstendur af gítar sem hangir úr miðju lofti og er magnaður upp þráðlaust, sem Lee leikur á umkringdur myndefninu á skjám. Lee og Leah bjóða oft tónlistarfólki frá því landi sem þau eru stödd að taka þátt, og þar sem það er ekkert svið þá hverfa mörkin á milli áhorfenda og flytjenda enn frekar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696