
Samstarf rokkgoðsins Meatloaf og lagahöfundarins Jim Steinman náði nýjum hæðum í október árið 1977 þegar fyrsta plata þeirra í trílógíunni Bat out of hell leit dagsins ljós. Það kvað við nýjan tón í heimi rokktónlistar. Lagasmíðar og útsetningar Steinmans einkenndust af blöndu af hörðu rokki og rokk óperu. “Bat out of hell” er ein mest selda plata allra tíma en hún hefur selst í 34 milljónum eintaka, fengið platínuplötu alls fjórtán sinnum og er á lista Rolling Stones yfir bestu plötur allra tíma. Platan var til á nær hverju heimili hér á landi en talið er að hún hafi selst á Íslandi í um 20-30 þúsund eintökum. Á tónleikunum verður platan flutt í heild sinni auk fleiri laga Steinmans en saman gerðu þeir Meatloaf einnig plöturnar Back into hell og The monster is loose.
Það er alls ekki ólíklegt að þakið rifni af Eldborgarsalnum þegar lög eins og “You took the words right out of my mouth”, “Paradise by the dashboard light”, “I would do anything for love” og “Two out of three aint bad” munu hljóma í fluttningi íslenskra tónlistarmanna í Eldborg sem mun bera nafn með renntu þetta kvöld. Sannarlega tónleikaveisla sem enginn unnandi Meatloaf og Jim Steinman mega láta framhjá sér fara.
Söngvarar: Matthías Matthíasson, Dagur Sigurðsson, Eiríkur Hauksson, Stefán Jakobsson, Friðrik Ómar, Heiða Ólafsdóttir, Erna Hrönn Ólafsdóttir og Stefanía Svavarsdóttir.
Trommur: Benedikt Brynleifsson
Píanó og raddir: Þórir Úlfarsson
Hljómborð og raddir: Karl O. Olgeirsson
Bassi: Róbert Þórhallsson
Gítar: Kristján Grétarsson
Gítar og raddir: Einar Þór Jóhannsson
Slagverk: Diddi Guðnason
Saxafónn: Steinar Sigurðsson
Búningameistari: Rebekka Ingimundardóttir
Hljóðmeistari: Haffi Tempó
Ljósameistari: Agnar Hermannsson
Framleiðandi: Rigg viðburðir