Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Karlakór Reykjavíkur - Vortónleikar

$
0
0

Kom vornótt og syng

Karlakór Reykjavíkur heldur árlega vortónleika sína í Langholtskirkju í byrjun apríl.

Væntanlegt söngferðalag kórsins til Pétursborgar í Rússlandi síðar á þessu ári litar dagskrá tónleikanna því rússnesk lög munu hljóma í bland við íslensk, skandinavísk, bresk og kanadísk. 

Þá staldrar kórinn við og minnist Jóns frá Ljárskógum en í ár er liðin öld frá fæðingu hans. Jón léði Karlakór Reykjavíkur rödd sína um nokkurra ára skeið á fjórða áratug síðustu aldar og yfirskrift vortónleikanna, Kom vornótt og syng, er sótt í kvæði hans Næturljóð sem sungið er við fallega noktúrnu Frédérics Chopin.

Einsöngvari á tónleikum kórsins þetta árið er Natalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópran. Hún lauk fullnaðarprófi í söng árið 2006 og hefur komið víða fram, m.a. í Íslensku óperunni og sem einsöngvari á útvarpstónleikum með Sinfóníuhljómsveit árið 2009.  Karlakór Reykjavíkur væntir mikls af samstarfi við þessa raddfögru söngkonu.

Einsöngvarar á tónleikum kórsins þetta árið eru tveir.  Annars vegar Natalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópran. Hún lauk fullnaðarprófi í söng árið 2006 og hefur komið víða fram, m.a. í Íslensku óperunni og sem einsöngvari á útvarpstónleikum með Sinfóníuhljómsveit árið 2009.  Karlakór Reykjavíkur væntir mikls af samstarfi við þessa raddfögru söngkonu. Hinsvegar Benedikt Gylfason drengjasópran en hann vakti mikla hrifningu áhorfenda er hann söng einsöng á aðventutónleikum kórsins í desember síðastliðnum.

Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á flygilinn á tónleikunum og stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur er Friðrik S. Kristinsson.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696