
Hlustendaverðlaunin verða afhent í kraftmiklu og spennandi tónlistarpartýi í Háskólabíói, í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2.
Hlustendur Bylgjunnar, FM957 og X-ins 977 kjósa nú á Vísir.is um hvað stóð upp úr á síðasta ári í íslenskri tónlist.
Fjölmörg tónlistaratriði eru á dagskrá kvöldsins og á meðal þeirra sem koma fram eru Kaleo, Emilíana Torrini, Lay Low, Skálmöld, Jón Jónsson, Dikta, Leaves, Friðrik Dór, Steindi JR og Bent.
Kynnar kvöldsins verða Sverrir Þór Sverrisson og Saga Garðarsdóttir.
Útvarpsstöðvarnar þrjár hafa þegar staðið fyrir kosningu, hver á sinni heimasíðu þar sem kosið var í 8 flokkum. 2 efstu úr hverjum flokki frá hverri stöð fóru svo áfram í aðalkosningu sem nú er komin inn á Vísi. Kosið er um söngvara ársins, söngkonu ársins, flytjanda ársins, myndband ársins, lag ársins, plötu ársins, nýliða ársins og erlenda lag ársins.