Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Karlakórinn Heimir í Hörpu -

$
0
0
Mynd

Karlakórinn Heimir heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 4. maí klukkan 16.00.
Einsöngvari með kórnum verður Kristinn Sigmundsson.
Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg að vanda þar sem sígild kórverk og óperuaríur verða í fyrirrúmi.

Karlakórinn Heimir í Skagafirði hefur starfað óslitið frá stofnun árið 1927. Kórinn heldur árlega fjölda tónleika víða um land og hefur ætíð haft listræanan metnað blandinn léttleika og skemmtigildi í fyrirrúmi.  Stjórnandi Heimis er Stefán R. Gíslason og undirleikari Thomas R. Higgerson.

Kristinn Sigmundssson hefur starfað sem söngvari síðan 1984.  Fyrst hér heima, en frá árinu 1989 hefur starfsvettvangur hans að mestu leyti verið erlendis. Hann hefur komið fram í flestum stærstu óperu- og tónlistarhúsum heims, t.d. Metropolitan óperunni í New York, Staatsoper í Vínarborg, La Scala, Covent Garden, Opéra National í París, Deutsche Oper og Staatsoper í Berlin, Royal Albert Hall í London, Concertgebouw í Amsterdam, svo nokkuð sé nefnt.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696