Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Múlinn Jazzklúbbur - Tríó Sunnu Gunnlaugs -

$
0
0
Mynd

Tríó Sunnu Gunnlaugs hefur hlotið glimrandi umfjallanir fyrir 2 síðustu diska sína víða um heim. Tónlistin þykir íhugul, lýrísk og góð blanda af bandarískum og norrænum jazzi sem höfðar til fleiri en bara jazzunnenda. Tríóið hlaut 4 tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna og nýji diskurinn Distilled var valinn einn af 12 bestu diskum ársins á AllAboutJazz og diskur ársins hjá JazzWrap.

Tríóið hefur komið m.a. fram á jazzhátíðum í London, Bremen, Oslo, Rochester, Washington og var einn af fulltrúum Íslands í Kennedy Center á síðasta ári. Tríóið leikur loks á heimavelli eftir nýlokinni tónleikaferð þar sem þau léku í Danmörku, Þýskalandi, Austurríki og Tékklandi.

Sunna Gunnlaugsdóttir, píanó
Þorgrímur Jónsson, bassi
Scott McLemore, trommur


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696