
Hér koma fram tvö spennandi verkefni, Jóel Pálsson og Eyþór Gunnarsson annarsvegar og Tríó Hauks Gröndal hinnsvegar. Diskur Jóels og Eyþórs, Skuggsjá, hefur verið ófáanlegur um nokkurt skeið en hefur nú, vegna fjölda áskorana, verið endurútgefinn. Þeir munu m.a. leika lög af diskinum.
Haukur kannar hið opna form tríósins með tveimur frábærum hljóðfæraleikurum.
Jóel Pálsson, saxófónn
Eyþór Gunnarsson, píanó
Haukur Gröndal, saxófónn
Richard Andersson, bassi
Scott McLemore, trommur