Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Hamagangur í Hörpu með Vocal Project -

$
0
0
Mynd

Hamagangur í Hörpunni með Vocal Project

Vocal project leggst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Poppkór Íslands er ekki þekktur fyrir það, við erum stórhuga, djörf og bjartsýn þó við séum einungis 3 ára. Við elskum að takast á við áskoranir og eflumst því stærri sem þær eru. Þetta kvöld verður tileinkað ykkur áhorfendum og því hvetjum við ykkur öll til að láta skammdegismyrkrið ekki aftra ykkur frá því að koma og gleðjast með okkur. Söngdagskráin er að venju metnaðarfull og fjölbreytt. Við bjóðum m.a. upp á U2, Coldplay, Of Monsters And Men, ABBA, Stevie Wonder og Toto og síðast en ekki síst komum við til með að frumflytja glænýtt klögunarlag sem var sérstaklega samið fyrir kórinn af skáldkonunni Þórunni Valdimarsdóttur. Öll þessi lög eru í krefjandi og skemmtilegum útsetningum sem reyndi stundum á þolrif kórmeðlima á meðan æfingar stóðu sem hæst. En það gerist alltaf eitthvað stórkostlegt þegar allar raddir hafa lært sínar línur og koma saman í einum hljómi. Þessi hljómur verður að lagi og raddirnar keppast við að gera sitt besta, syngja af innlifun og einbeitingu. Við elskum að syngja og það er ástæðan fyrir veru okkar í einum skemmtilegasta og hressasta kór landsins.

Þú vilt ekki missa af þessu, í fyrra seldist upp á tvenna tónleika!

Hljómsveitina skipa:Ástvaldur Traustason – hljómborð, Friðrik Karlsson – gítar,
Jóhann Ásmundsson – bassi og Þorbergur Ólafsson – trommur

Kórstjóri er Matthías V. Baldursson


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696