
Lúðraþytur í Hörpu
Samband íslenskra lúðrasveita blæs til tónleikaraðar í Norðurljósasal Hörpu veturinn 2013-2014. Fimm lúðrasveitir af Suðvesturhorninu hafa sameinast í tónleikaröð þar sem hver hljómsveit leikur á einum tónleikum. Á efnisskránni kennir margra grasa en hver lúðrasveit mun leika efnisskrá eftir sínu höfði, boðið verður upp á tölvuleikjatónlist, big band sveiflu, hefðbundna marsa og margt fleira.