
Kammermúsíkklúbburinn býður upp á fjölbreytta tónleika í vetur. Kammertónlist af ýmsum toga er flutt af fremstu tónlistarmönnum landsins. Í Norðurljósasal Hörpu óma perlur tónbókmenntanna í bland við ný, íslensk verk, allt frá sellósvítum Bachs til nýrra verka eftir Báru Grímsdóttur, Daníel Bjarnason og Elínu Gunnlaugsdóttur.
1. tónleikar, sunnudaginn 29. sept. 2013
Ludwig van Beethoven: Strengjakvartett í a-moll op.132
Juan Crisóstomo Arriaga: Strengjakvartett nr. 2 í A-dúr
Johannes Brahms: Strengjakvartett nr.1 í c-moll op. 51,1
Flytjendur: Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla; Zbigniew Dubik, fiðla; Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla; Bryndís Halla Gylfadóttir, selló
2. tónleikar, sunnudaginn 20. okt. 2013
Georg Ph. Telemann: Tríósónata f. fiðlu, flautu og fylgirödd í F-dúr TWV 42:f8
Georg Fr. Händel: Þrjár aríur úr Níu þýskum aríum
Johann Nep. Hummel: Klarínettukvartett í Es-dúr WoO 5, S78
Béla Bartók: Strengjakvartett nr.2 BB 75 (Sz 67)
Flytjendur: Camerarctica: Marta Guðrún Halldórsdóttir, sópran; Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla; Bryndís Pálsdóttir, fiðla; Svava Bernharðsdóttir, víóla; Sigurður Halldórsson, selló; Hallfríður Ólafsdóttir, flauta; Ármann Helgason, klarínetta; Guðrún Óskarsdóttir, semball
3. tónleikar, sunnudaginn 17. nóv. 2013
Bára Grímsdóttir: "Gangan langa" (frumflutningur)
Elín Gunnlaugsdóttir: "Haustið líður óðum á" - úts. á ísl. þjóðlögum (frumfl.)
Sergei Prokofiev: Sónata fyrir flautu og píanó op. 94
Tatyana Nicolayeva: Tríó fyrir flautu, víólu og píanó op. 18
Flytjendur: Notus-tríóið: Pamela De Sensi, flauta; Ásdís Runólfsdóttir, víóla; Ingunn Hildur Hauksdóttir, píanó
4. tónleikar, sunnudaginn 19. jan. 2014
Johann Sebastian Bach: 3 svítur fyrir einleiksselló:
Nr. 1 í G-dúr BWV 1007
Nr. 2 í d-moll BWV 1008
Nr. 6 í D-dúr BWV 1012
Flytjandi: Bryndís Halla Gylfadóttir, selló
5. tónleikar, sunnudaginn 23. feb. 2014
Anton Reicha: Blásarakvintett í Es-dúr op. 88 nr. 2
Ludwig van Beethoven: Kvintett fyrir píanó og blásara í Es-dúr op.16
Daníel Bjarnason: Blásarakvintett
Francis Poulenc: Sextett fyrir píanó og blásara í C-dúr FP 100
Flytjendur: Blásarakvintett Reykjavíkur:
Hallfríður Ólafsdóttir, flauta; Daði Kolbeinsson, óbó; Einar Jóhannesson, klarínetta; Joseph Ognibene, horn; Darri Mikaelsson, fagott og Peter Maté, píanó