Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Midori leikur Mendelssohn - Rauð - tónleikaröð

$
0
0
Mynd

Sinfóníuhjómsveit Íslands
Midori leikur Mendelssohn

Japanski fiðlusnillingurinn Midori er á meðal kunnustu tónlistarmanna heims. Ferill hennar spannar ríflega 30 ár en hún vakti heimsathygli þegar hún kom fram með Fílharmóníusveit New York aðeins ellefu ára gömul. Síðan þá hefur hún verið einn af eftirsóttustu fiðluleikurum veraldar og því sérstakt gleðiefni að heyra þessa stórkostlegu listakonu leika hinn ódauðlega Fiðlukonsert í e-moll eftir Felix Mendelssohn.

Fjórða sinfónía Tsjajkovskíjs hefur allt til að bera sem prýðir góða sinfóníu. Hún er í senn tignarleg og ljúfsár, tilfinningaþrungin og rómantísk. Tsjajkovskíj hafði einstaka náðargáfu er kom að laglínum og að viðbættum hæfileikum hans í skrifum fyrir hljómsveit getur útkoman ekki orðið annað en stórkostleg.

Í Gylfaginningu er sagt frá Glaðheimr sem var samkomuhöll á Iðravöllum í Ásgarði og mun þar gleði jafnan hafa ríkt. Konsertforleikurinn Glaðheimr eftir Oliver Kentish vísar í þessa frásögn en eiginleg tilurð verksins er þó nýja tónlistarhúsið okkar, Harpa. Verkið er samið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og frábæran hljómburð Eldborgar í huga og bera blæbrigðarík skrif tónskáldsins þess glöggt merki.

Eivind Aadland, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar í Þrándheimi, hefur verið tíður gestur Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Aadland hefur stjórnað Sinfóníunni við mikla hrifningu tónleikagesta og hljóðfæraleikara, nú síðast í janúar 2013.

Oliver Kentish
Glaðheimr
Felix Mendelssohn 
Fiðlukonsert í e-moll
Pjotr Tsjajkovskíj
Sinfónía nr. 4
Eivind Aadland
hljómsveitarstjóri
Midori
einleikari


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696