Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Gringolts og Volkov - Rauð - tónleikaröð

$
0
0
Mynd

Sinfóníuhjómsveit Íslands
Gringolts og Volkov

Ilya Gringolts vakti heimsathygli þegar hann bar sigur úr býtum í Paganini- keppninni árið 1998, aðeins 16 ára gamall. Hann fékk að auki sérstök verðlaun fyrir að vera yngsti keppandinn til þess að komast í lokaumferðina og fyrir bestu túlkun á Kaprísum Paganinis. Ferill þessa fyrrum nemanda Itzahks Perlman og Dorothys Delay hefur verið sérlega glæstur. Gringolts mun leika Fiðlukonsert Schönbergs sem gerir gríðarlegar kröfur til einleikarans, bæði hvað varðar tækni og túlkun.

Fjórða sinfónía Schumanns frá árinu 1841 er jafnan flutt í endurbættri útgáfu sem tónskáldið gerði áratug eftir að verkið var frumflutt. Margir telja upprunalegu útgáfuna taka þeirri endanlegu fram og var vinur Schumann-hjónanna, Johannes Brahms, þeirra á meðal.

Þegar Richard Wagner stakk niður penna til að yrkja í tónum var útkoman iðulega mikil að umfangi, langar óperur og forleikirnir í samræmi við það. Forleikurinn að hinni rómantísku óperu Lohengrin er oft leikinn einn og sér á tónleikum enda er hann með fegurstu tónsmíðum Wagners.

Richard Wagner
Lohengrin,  forleikur að 1. þætti
Arnold Schönberg
Fiðlukonsert
Robert Schumann
Sinfónía nr. 4,  upprunaleg gerð
Ilan Volkov
hljómsveitarstjóri
Ilya Gringolts
einleikari


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696