Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Blúströll í Valaskjálf - Tónleikar

$
0
0

Tónleikafélag Austurlands kynnir:
BLÚSTRÖLL Í VALASKJÁLF

Tryggvi Hübner, gítarleikari, og Sigurður Sigurðarson, munnhörpuleikari, eru blúsarar á heimsmælikvarða. Þeir hafa verið á toppi íslensku blúsbylgjunnar frá því að hún flæddi yfir eyjuna okkar fyrir alvöru á níunda áratugnum. 

Þann 9. nóvember munu kapparnir gleðja eyru og augu Austfirðinga á blúskvöldi í Valaskjálf. Þeim til aðstoðar verður blúshljómsveitin The Beauty and the Blues. Þá sveit skipa:

Jens Einarsson, rafgítar og söngur.
Friðrik Jónsson, rafgítar.
Bergur Már Hallgrímsson, bassi.
Oddur Finnbogi Sigurbjörnsson, trommur.

Tónleikarnir byrja kl. 22.00.
Miðverð í forsölu 2.500 og 3.000 í hurðinni
Veitingahúsið Glóð sér um léttar veitingar fyrir tónleikagesti.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696