Mengi er sönn ánægja að kynna tónleika Báru Gísladóttur og Skúla Sverrissonar þann 30. október næstkomandi.
Báru og Skúla þarf vart að kynna en þau hófu samstarf fyrir um tveimur árum síðan og hafa nýverið lokið upptökum á væntanlegri plötu sem kemur út snemma á næsta ári.
Platan kemur til með að verða fjórföld vínilplata sem tekin var upp í stúdíói Alberts Finnbogasonar í Iðnó.
Einstakt tækifæri til þess að hlýða á Báru þar sem hún hefur verið búsett erlendis síðustu ár.