Laugardaginn 28. desember næstkomandi ætlar hljómsveitin Brain Police að reima á sig betri skóna og skemmta sér og öðrum á Hard Rock café í Reykjavík.
Brain Police kom fyrst fram 12. nóvember 1998 og er þessi kvöldstund tileinkuð tuttugu ára starfsafmæli sveitarinnar. Farið verður yfir ferilinn í tali og tónum (aðalega tónum samt) og leikin verða lög af öllum útgáfum sveitarinnar frá 1998 - 2017.
Upprunalegir og seinni tíma meðlimir stíga á stokk og partýstuð verður alsráðandi!