Lögreglukórinn, Rokkkór Íslands og Gospelkór Smárakirkju leiða saman hesta sína á stórtónleikum í Digraneskirkju laugardaginn 26.október kl.17:00. Þessir þrír kórar eiga það sameiginlegt að hafa sama stjórnanda, sem er Matthías V. Baldursson (Matti sax). Því er vel við hæfi að blásið sé til tónlistarveislu með þeim öllum saman og má því svo sannarlega búast við mjög svo fjölbreyttu lagavali. Hljóðfæraleikarar eru Sigurgeir Sigmundsson á gítar, Þorbergur Ólafsson á slagverk og Matthías V. Baldursson á píanó.
↧